Símanúmer 441 9900

Um félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi

3/3/2016

Starfræktar eru þrjár félagsmiðstöðvar í Kópavogi, Boðinn, Gjábakki og Gullsmári sem opnar eru Kópavogsbúum og öðrum eldri borgurum. Eitt af markmiðum félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðum og heimabakað meðlæti og kaffi til sölu á hverjum stað. Framboð getur verið breytilegt milli stöðva og fólk getur farið á milli eftir áhuga og dagskrá hverju sinni.

Hver félagsmiðstöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna myndlist, bókband, jóga, leikfimi, boccia, spilamennska, dans og annað. Síðan eru ýmsir árlegir viðburðir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður, jólahlaðborð og þorrablót. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. 

Afgreiðslutími félagsmiðstöðvanna er alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:30, á föstudögum lokar kl 16.00.

Forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi er:
Tinna Rós Finnbogadóttir
Netfang: tinna.ros@kopavogur.is

Sími: 441-9900
Gsm: 665-2923

Þetta vefsvæði byggir á Eplica