Okkar Kópavogur
Lýðræðisverkefni
Þann 1. september hefst lýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur að nýju þar sem íbúar geta lagt fram hugmyndir að verkefnum sem þeir vilja sjá framkvæmd í bænum.
Hugmyndasöfnunin stendur yfir frá og með 1. september til 22. september þar sem hægt er að senda inn hugmyndir á hugmyndavef en einnig verða haldnir fimm íbúafundir í grunnskólum bæjarins.
Dagsetningar íbúafunda:
- Lindaskóli 4. september kl. 17:00
- Hörðuvallaskóli 5. september kl. 17:00
- Smáraskóli 11. september kl. 17:00
- Kópavogsskóli 14. september kl. 17:00
- Kársnesskóli 18. september kl. 17:00
Allir velkomnir á fundina og tölvuaðstoð við hugmyndainnsetningu er hægt að fá á Bókasafni Kópavogs.
Vefsíða verkefnisins er www.kopavogur.is/okkarkopavogur