Símanúmer 441 9900

Unglingur frá félagsmiðstöðinni Kúlunni skemmti eldri borgurum!

1/2/2017

Líf og fjör var í félagsmiðstöð eldri borgara Boðanum á dögunum. Snillingurinn Tryggvi Geir Ingvarsson úr félagsmiðstöðinni Kúlunni heiðraði gesti með nærveru sinni þegar hann spilaði vel valin lög á meðan fólk snæddi hádegismat, en Tryggvi er nemandi í 9. bekk við Hörðuvallarskóla. Hann hefur mikinn áhuga á gamalli íslenskri tónlist og langaði til að gleðja eldri borgara með vel völdum lögum. Gestir Boðans og ekki síst Tryggvi voru hæstánægð með framtakið og lofuðu Tryggva fyrir góðan tónlistar smekk og vel valin lög.Þetta vefsvæði byggir á Eplica